Ábyrgar fjárfestingar með góðri ávöxtun Kristján Guy Burgess og Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á allra síðustu misserum hafa alþjóðlegir fjárfestar stigið stór skref í átt til þess að axla aukna ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir, t.d. frá Harvard-háskóla og McKinsey, hafa sýnt að ábyrgar fjárfestingar, þar sem horft er til umhverfismála, samfélagsáhrifa og stjórnarhátta, geta skilað jafn góðri og jafnvel betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum hefur vel úthugsuð stefna um ábyrgar fjárfestingar haft meiri ávinning í för með sér en hefðbundnar fjárfestingarleiðir. Hér nægir að nefna fjögur dæmi frá því nýja árið gekk í garð, um hraða þróun ábyrgra fjárfestinga: Norski olíusjóðurinn, stærsti fjárfestingarsjóður heims, hefur ákveðið að losa um fjárfestingar í níu fyrirtækjum til viðbótar við um hundrað önnur vegna mannréttindabrota, neikvæðra umhverfisáhrifa eða aðkomu að framleiðslu kjarnavopna. Annað dæmi er að erlendir lífeyrissjóðir eins og stærsti lífeyrissjóður Evrópu, hollenski sjóðurinn ABP, hafa bannað fjárfestingar í tóbaksfyrirtækjum og framleiðendum kjarnavopna ásamt því að tryggja að fjárfestingar þeirra séu í anda Parísarsamkomulagsins um minni útblástur gróðurhúsalofttegunda. Nú eru ýmsir fjárfestar að endurskoða fjárfestingar sínar í sjóðum sem eiga í skotvopnafyrirtækjum. Í þriðja lagi skrifaði forstjóri stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, BlackRock, bréf til allra forstjóra þeirra fyrirtækja sem félagið tengist og hvatti þá til að taka tillit til samfélaganna sem þeir starfa í. Hann lagði einnig áherslu á aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að stjórnir fyrirtækja endurspegluðu fjölbreytilegri viðhorf. Þetta voru söguleg nýmæli. Og í fjórða lagi hefur Evrópusambandið kynnt til sögunnar tillögur að nýjum reglum á fjármálamarkaði til að hvetja til grænna fjárfestinga. Um mitt árið verða evrópsk fyrirtæki einnig skuldbundin til að tilgreina hvernig þau hyggist tryggja fjölbreytni í skipan stjórna.Þarf að stíga stærri skref Hér á landi hafa málin verið að snúast í rétta átt en hreyfingin er þó mun hægari en í nágrannalöndum okkar. Samtök hafa verið stofnuð um ábyrgar fjárfestingar sem flestir af stærstu aðilum á íslenskum markaði eiga aðild að. Allir lífeyrissjóðir þurftu í desember að gera grein fyrir því í fjárfestingarstefnum sínum hvernig þeir hafa siðferðileg viðmið til hliðsjónar í samræmi við lög sem tóku gildi um mitt síðasta ár, og Arion banki hefur gefið út vandað smárit um umboðsskyldu þeirra sem fjárfesta annarra manna fé. Allt eru þetta góð skref í rétta átt, en til að grípa tækifærin sem felast í hinni alþjóðlegu þróun um leið og ábyrgð er tekin á umhverfinu þarf að gera miklu meira. Skrefin þurfa að vera mun stærri og markvissari. Það er ekki tilviljun að þau mál sem hafa bakað íslenskum fjárfestum mest tjón og vandræði á síðustu árum hafa einmitt verið þar sem ekki var tekið nægjanlegt tillit til umhverfismála, samfélags eða góðra stjórnarhátta.Ekki eftir neinu að bíða Ábyrgar fjárfestingar geta skilað góðri ávöxtun og ekki er eftir neinu að bíða fyrir íslenska fjárfesta, stóra og smáa að sækja fram. Við tökum undir með starfshópnum um málefni lífeyrissjóð- anna sem skilaði skýrslu fyrir skemmstu um að eðlilegt sé að gerðar séu ríkari kröfur til þeirra en annarra fjárfesta um stjórnarhætti, upplýsingagjöf og gagnsæi þar sem þeir byggja á skylduaðild og hafa miklar skyldur gagnvart sjóðfélögum og öðrum umbjóð- endum. Þess vegna verður ábyrg stefna í umhverfismálum, samfélagsáhrifum og stjórnarháttum að vera í forgrunni þegar lífeyrissjóðirnir auka til muna erlendar fjárfestingar sínar á næstu árum.Höfundar eru ráðgjafar um ábyrgar fjárfestingar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun