Sýndi mótþróa og gekk laus mínútum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2018 10:28 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal. Vísir/Ernir Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56