Kolbeinn óttaðist um ferilinn: Lærir að meta betur hlutina þegar að allt er tekið frá manni Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:00 Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira