Kolbeinn óttaðist um ferilinn: Lærir að meta betur hlutina þegar að allt er tekið frá manni Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:00 Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira