Inga Sæland ætlar ekki að flytja úr íbúð fyrir öryrkja Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. mars 2018 18:56 Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira