Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, sérstaklega yngri, þurfi sértækari aðstoð Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan. Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan.
Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16