Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2018 22:34 Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Vísir/Ernir Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00
Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05