Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 12:30 Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra Vísir/eyþór Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58