Fimm ára á þunglyndislyfjum Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 09:00 Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2004 komst kanadíska læknatímaritið Canadian Medical Association Journal óvænt yfir skjal frá lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline sem merkt var „trúnaðarupplýsingar“. Um var að ræða minnisblað sem dreift hafði verið innan fyrirtækisins að loknum klínískum rannsóknum á einu þunglyndislyfja þess. Lyfið paroxetine heyrir undir flokk serótónín-geðdeyfðarlyfja. Notkun slíkra lyfja fór á flug á tíunda áratug síðustu aldar. Var þeim hampað sem einni stórkostlegustu viðbót við lyfjaskápinn frá því að sýklalyf voru uppgötvuð. GlaxoSmithKline gerði sér vonir um enn frekari útbreiðslu paroxetine er það hóf klínískar rannsóknir á áhrifum paroxetine á börn og unglinga. En niðurstöðurnar urðu lyfjarisanum vonbrigði. Af þremur rannsóknum sem fyrirtækið lét gera sýndi ein fram á að paroxetine hefði engin áhrif á börn og unglinga umfram lyfleysu, önnur sýndi fram á meiri virkni lyfleysu en paroxetine og í þeirri þriðju voru niðurstöðurnar „blandaðar“. GlaxoSmithKline fengi ekki leyfi frá bandaríska lyfjaeftirlitinu til að markaðssetja paroxetine fyrir börn. Læknum var þó heimilt að skrifa upp á lyfið og hélt fyrirtækið því blákalt fram að paroxetine „gæfi góða raun sem meðferð við þunglyndi hjá unglingum“. Í minnisblaði innan fyrirtækisins var starfsfólki sagt að „hemja útbreiðslu“ hinna raunverulegu niðurstaðna rannsóknanna „svo að þær hefðu ekki neikvæð viðskiptaleg áhrif“.Lífshættulegar aukaverkanir Eftir að kanadíska læknatímaritið birti leynilegt minnisblað GlaxoSmithKline á heimasíðu sinni höfðaði Eliot Spitzer, þáverandi saksóknari New York ríkis í Bandaríkjunum, mál gegn GlaxoSmithKline. Sakaði Spitzer fyrirtækið um að hafa skipulega leynt lækna upplýsingum um áhrif lyfsins á börn. Sættir náðust í málinu. Féllst lyfjafyrirtækið á að greiða 2,5 milljónir dollara í sekt. Einnig skuldbatt lyfjaframleiðandinn sig til að birta opinberlega allar rannsóknir á lyfjum sínum sem fyrirtækið fjármagnaði – líka þær rannsóknir sem sýndu niðurstöður óhagstæðar fyrirtækinu. Þegar fagfólk tók að skoða gögnin sem GlaxoSmithKline hafði reynt að leyna varð ljóst að stærsti glæpur fyrirtækisins var ekki sá að breiða yfir þá staðreynd að vara þess virkaði ekki á börn. Sannleikurinn var hryllilegri en svo. Í ljós kom að aukaverkanir sem lyfið hafði á börn og unglinga voru gífurlegar, jafnvel lífshættulegar. Börnum og unglingum sem tóku paroxetine var hætt við sjálfsmorðstengdri hegðun, sjálfsmorðshugsunum og sjálfsmorðstilraunum. Rannsóknir sýna ítrekað fram á gagnsleysi þunglyndislyfja þegar kemur að börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt breska læknatímaritsins The Lancet voru fjórtán mismunandi tegundir þunglyndislyfja skoðaðar. Aðeins ein var talin virka betur en lyfleysa. Eftirfarandi fyrirsögn sem birtist í vikunni á mbl.is sætir því furðu: „Börn frá 5 ára á þunglyndislyfjum“. Í viðtali við útvarpsstöðina K100 sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, mikla aukningu hafa orðið á notkun þunglyndislyfja meðal barna á aldrinum 0-14 ára hér á landi. Hann sagði jafnframt slíka notkun vart þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum. Ólafur hafði áhyggjur af þróuninni og benti á að ekki væri búið að sýna fram á skaðleysi neyslu barna á þunglyndislyfjum í langtímarannsóknum. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé góð læknisfræði að vera að meðhöndla börn á aldrinum 5-10 ára með þunglyndislyfjum.“Börnin eiga skilið svör Árið 2004 kom í ljós að neysla Prozacs, eins vinsælasta geðdeyfðarlyfs heims, er orðin svo útbreidd að lyfið finnst í drykkjarvatni í Bretlandi. Þunglyndislyf eru flaumur sem æðir stjórnlaus yfir samtímann. En þegar kemur að börnum getum við ekki yppt öxlum og látið eins og lyfin streymi úr krana sem ekki er hægt að skrúfa fyrir. Hvers vegna er verið að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir börn í auknum mæli? Eru önnur úrræði reynd fyrst? Standa önnur úrræði yfirleitt til boða? Hversu mikið eftirlit er haft með börnum sem taka lyf við þunglyndi? Telji landlæknir að um „vafasama læknisfræði“ sé að ræða hlýtur að þurfa að skoða málið frekar. Börn landsins eiga skilið svör.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun