Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars 7. apríl 2018 09:30 Gengið hefur á ýmsu í herbúðum Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði á kjörtímabilinu sem er að líða. Fréttablaðið/Valli Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Kjörgengi Einars Birkis Einarssonar í bæjarstjórn verður tekið fyrir í forsetanefnd bæjarins á mánudaginn, en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabilinu en hafa lögheimili skráð hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Ef þetta er rétt, að bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sé sannarlega með búsetu í öðru sveitarfélagi, þá þarf bara að ræða það finnst mér,“ segir Margrét og bætir við: „Það er lögfræðingur sem vinnur með forsetanefndinni og ég vil bara fá það upp á yfirborðið hver staðan er og hvort þetta er eðlilegt.“ Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna er kjörgengi meðal annars háð skilyrði um lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét segist munu ræða við Einar Birki um helgina til að heyra hans sjónarmið í málinu. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttarinnar.Hafnarfjörður Hafnarfjarðarkirkja kirkjaEinar er annar tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en þau Einar og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu sig úr Bjartri framtíð á dögunum en hyggjast halda áfram í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug hefur verið í leyfi að undanförnu og hefur varamaður hennar, Borghildur Sturludóttir, tekið sæti í bæjarstjórn í fjarveru hennar en mjög stirt mun vera milli þeirra. Fyrir liggur að samlyndi innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hefur hangið á bláþræði um töluverða hríð. Nú er svo komið að alger klofningur er milli bæjarfulltrúanna tveggja annars vegar og þeirra fulltrúa sem Björt framtíð á í nefndum og ráðum bæjarins hins vegar og fari svo að Einar Birkir þurfi að láta af starfi sem bæjarfulltrúi vegna breyttrar búsetu, er ljóst að meirihlutinn stendur það tæpast af sér. Haldi meirihlutinn stöðu sinni geta fulltrúar Bjartrar framtíðar í nefndum og ráðum hins vegar búist við því að þurfa að taka pokann sinn enda sitja þau í skjóli bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og hinna tveggja óháðu fyrrverandi fulltrúa Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti tíðinda verið að vænta af örlögum þeirra á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Kjörgengi Einars Birkis Einarssonar í bæjarstjórn verður tekið fyrir í forsetanefnd bæjarins á mánudaginn, en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabilinu en hafa lögheimili skráð hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Ef þetta er rétt, að bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sé sannarlega með búsetu í öðru sveitarfélagi, þá þarf bara að ræða það finnst mér,“ segir Margrét og bætir við: „Það er lögfræðingur sem vinnur með forsetanefndinni og ég vil bara fá það upp á yfirborðið hver staðan er og hvort þetta er eðlilegt.“ Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna er kjörgengi meðal annars háð skilyrði um lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét segist munu ræða við Einar Birki um helgina til að heyra hans sjónarmið í málinu. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttarinnar.Hafnarfjörður Hafnarfjarðarkirkja kirkjaEinar er annar tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en þau Einar og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu sig úr Bjartri framtíð á dögunum en hyggjast halda áfram í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug hefur verið í leyfi að undanförnu og hefur varamaður hennar, Borghildur Sturludóttir, tekið sæti í bæjarstjórn í fjarveru hennar en mjög stirt mun vera milli þeirra. Fyrir liggur að samlyndi innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hefur hangið á bláþræði um töluverða hríð. Nú er svo komið að alger klofningur er milli bæjarfulltrúanna tveggja annars vegar og þeirra fulltrúa sem Björt framtíð á í nefndum og ráðum bæjarins hins vegar og fari svo að Einar Birkir þurfi að láta af starfi sem bæjarfulltrúi vegna breyttrar búsetu, er ljóst að meirihlutinn stendur það tæpast af sér. Haldi meirihlutinn stöðu sinni geta fulltrúar Bjartrar framtíðar í nefndum og ráðum hins vegar búist við því að þurfa að taka pokann sinn enda sitja þau í skjóli bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og hinna tveggja óháðu fyrrverandi fulltrúa Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti tíðinda verið að vænta af örlögum þeirra á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent