Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 13:00 Álfurstinn Oleg Deripaska er sagður einn þeirra sem refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar ná til. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15