Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af grun Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 17:39 Lögreglan segir slökkvistarfi ekki lokið að fullu og verða lögregluþjónar og slökkviliðsmenn á vakt í nótt þar sem eldur getur komið upp aftur. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Þá var karlmaður á fimmtugsaldri fluttur á sjúkrahús eftir að hann brenndist en hann er ekki talinn hafa brunnið illa. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun. Mikill eldur kom upp í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ í morgun og urðu sjónarvottar varir við sprengingar. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf. lager og verslun Icewear og hluti starfsemi Marels.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Mikið álag var á viðbragðsaðilum vegna mannfjölda á vettvangi þar sem margir fylgdu ekki aðvörunum og töldu nauðsynlegt að berja reykinn augum. Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að að um 25 lögregluþjónar hafi komið að brunanum í dag og allir tiltækir lögregluþjónar sinntu lokunum og öðrum verkefnum sem tengdust honum.Lögreglan segir slökkvistarfi ekki lokið að fullu og verða lögregluþjónar og slökkviliðsmenn á vakt í nótt þar sem eldur getur komið upp aftur. Ekkert er hægt að segja til um upptök eldsins og stendur rannsókn yfir.Uppfært 20:20 með upplýsingum um af hverju maðurinn hafi verið handtekinn Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki í ofnum Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 09:09 Slökkviliðsmaður borinn út úr brunanum í Miðhrauni Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun. 5. apríl 2018 14:29 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Þá var karlmaður á fimmtugsaldri fluttur á sjúkrahús eftir að hann brenndist en hann er ekki talinn hafa brunnið illa. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun. Mikill eldur kom upp í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ í morgun og urðu sjónarvottar varir við sprengingar. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf. lager og verslun Icewear og hluti starfsemi Marels.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Mikið álag var á viðbragðsaðilum vegna mannfjölda á vettvangi þar sem margir fylgdu ekki aðvörunum og töldu nauðsynlegt að berja reykinn augum. Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að að um 25 lögregluþjónar hafi komið að brunanum í dag og allir tiltækir lögregluþjónar sinntu lokunum og öðrum verkefnum sem tengdust honum.Lögreglan segir slökkvistarfi ekki lokið að fullu og verða lögregluþjónar og slökkviliðsmenn á vakt í nótt þar sem eldur getur komið upp aftur. Ekkert er hægt að segja til um upptök eldsins og stendur rannsókn yfir.Uppfært 20:20 með upplýsingum um af hverju maðurinn hafi verið handtekinn
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki í ofnum Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 09:09 Slökkviliðsmaður borinn út úr brunanum í Miðhrauni Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun. 5. apríl 2018 14:29 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki í ofnum Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 09:09
Slökkviliðsmaður borinn út úr brunanum í Miðhrauni Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun. 5. apríl 2018 14:29
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52