Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Farið verður yfir tillögu um afnám banns við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum á næstunni. Sitt sýnist hverjum. Vísir/ERNIR „Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
„Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengisauglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismununar gagnvart innlendum framleiðendum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetningu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast því ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráðherra um afnám áfengisauglýsingabannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónarmið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði.Afnám misráðið „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum hennar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengislaganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í þeim efnum. „Það er horft til okkar með einkasöluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00