Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 15:18 Trump er sagt létt að vita að hann sé ekki grunaður. Það er hins vegar hafa styrkt þá skoðun hans að hann ætti að setjast niður með Mueller. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10