Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Þjófnaður á eggjum úr fálkahreiðrum er ekki eins áberandi í dag og hann var áður. Það er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur Nielsen „Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira