Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, spjallar hér við þær Rebekku, Urði, Emilíu Emblu og Ingu Jónu á Laufásborg í gær. Vísir/ANton Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira