Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Alls hafa sjö fangar strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum 10 árum. Fréttablaðið/Eyþór Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“ Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Frá árinu 2007 hafa þrír strokið úr opnu fangelsi á Íslandi og fjórir lokuðum fangelsum. Oft líða nokkur ár án stroks. Enginn strauk til að mynda úr fangelsi á árunum 2010, 2011, 2013, 2014 og 2015. Strokufangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að tíðni stroks úr lokuðum fangelsum er ekki ósvipuð hér og annars staðar en hins vegar er strok úr opnum fangelsum mun fátíðara hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin enda alls enginn strokið úr opnu fangelsi á síðustu tíu árum ef frá eru taldir tveir árið 2016 og svo Sindri Þór Stefánsson síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnarPáll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar.Vísir/ANton„Einingarnar eru minni hér og smæð samfélagsins getur ef til vill skýrt þennan mun að einhverju leyti,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en lætur þess þó getið að erfitt sé að átta sig á hverju þessi munur milli landanna sæti. Páll segir kosti þess að bjóða upp á afplánun í opnari fangelsum ótvíræða. „Við erum í rauninni að feta í fótspor Norðurlandanna sem hafa náð hvað mestum árangri á heimsvísu í betrun fanga. Það getur vissulega haft þau áhrif að menn strjúki, enda þótt við sjáum ekki aukningu í því hér á landi, en það hefur líka þau áhrif að árangur við betrun þessara einstaklinga eykst og líkurnar á því að þeir brjóti aftur af sér minnka og það er heila markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segir möguleika á afplánun í opnu fangelsi virka sem gulrót fyrir fanga, sem bíða flestir eftir að komast á Kvíabryggju eða Sogn. Til að eiga möguleika á því þurfa þeir að taka til í lífi sínu og vinna til dæmis í fíknisjúkdómum, enda edrúmennska skilyrði fyrir afplánun í opnu fangelsi. „Það umhverfi er mun nær því sem gerist úti í hinu frjálsa samfélagi og flestir vilja talsvert til þess vinna að komast í þessi pláss.“
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43