Miðasölufyrirtæki sendir FIFA tóninn í sambandi við miða á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 13:30 Þú þarft að vera með svokallað "Fan ID“ til að komast á leiki á HM og það færðu aðeins með því að kaupa miða í gegnum FIFA. Vísir/EPA Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Margt fótboltaáhugafólk vill komast á leiki á HM í Rússlandi í sumar og á suma leiki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur reynt allt til að torvelda mönnum svartamarkaðsbrask en það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafi kynnst þessu á eigin skinni í sambandi við miða á fyrsta leik liðsins á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. BBC hefur tekið saman frétt þar sem stuðningsmenn enska landsliðsins eru varaðir við það að kaupa miða á leikina á uppsprengdu verði. Þar kemur líka fram að sum miðasölufyrirtæki telja sig ekki þurfa að fara eftir reglum FIFA en sá dans endar örugglega ekki vel.Which? warns over buying World Cup tickets online https://t.co/237gMsb2jr — BBC News (UK) (@BBCNews) April 17, 2018 Markaðsrannsóknarteymið Which? fann þannig miða á leik Englands og Túnis sem kostaði meira en 11 þúsund pund eða meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna. Teymið fann miða á leikinn á bæði miðasölusíðunu, Stubhub og Ticombo. Stubhub sagði að miðarnir hafi verið þar fyrir mistök en forráðamenn Ticombo segja aftur á móti ekki vera að brjóta neina reglur. „Ef FIFA gerir athugasemdir við það að stuðningsmenn eru áframselja sína miða, þá er vandamálið ekki Ticombo heldur frjálsi markaðurinn í heild sinni,“ sagði talsmaður Ticombo. FIFA hefur hinsvegar lagt höfuðáherslu á það að miðarnir séu skráðir á ákveðinn einstakling og aðeins hann komist inn á völlinn. Which? varar fólk við að kaupa miða hjá öðrum en FIFA „Fótboltaaðdáendur verða að passa sig á því að ef þeir kaupa HM-miða frá óopinberum aðila þá taka þeir áhættuna á því að borga alltof mikið fyrir miðann sinn og gætu líka lent í því að komast ekki inn á völlinn þegar á hólminn er komið,“ sagði Alex Neill hjá Which?. „Ef þú vilt ekki eiga hættu á því að enda sem strandaglópur fyrir utan leikvanginn þá ættir þú aðeins að kaupa af opinberum söluaðila á vegum FIFA,“ bætti Neill við.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira