Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:00 Veiðifélög taka afstöðu gegn sjókvíaeldi á laxi. VÍSIR/ANTON BRINK „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00
Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37