Trump ætlar að náða meintan lekara á sama tíma og hann sakar Comey um leka Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 16:49 Libby var talinn hafa verið að verja yfirmann sinn Cheney þegar hann laug að saksóknurum um leka á nafni leyniþjónustukonu. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45