Strákarnir okkar mæta aftur á stórmót í jakkafötum frá Herragarðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson mætir til leiks á EM 2016. Vísir/Getty Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira