Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. apríl 2018 06:00 Íþróttafélög Hafnarfjarðar eru stöðug upptök pólitískra átaka. Vísir/Daníel Undanfarin ár hafa áform um byggingu nýs knatthúss verið ítrekað til umræðu hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og forsvarsmenn félaganna FH og Hauka verið gestir á bæjarskrifstofunum. Málið hefur oft valdið ágreiningi í meirihlutasamstarfinu og flokkur Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er rústir einar eftir að bæjarfulltrúar flokksins sögðu sig úr honum og viku fulltrúum flokksins úr nefndum og ráðum bæjarins. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Síðastliðið sumar gerði Sjálfstæðisflokkurinn tillögu um að byggð yrðu tvö knatthús; eitt fyrir hvort íþróttafélag. Á hitafundi í bæjarstjórn klofnaði meirihlutinn í málinu og fulltrúar Bjartrar framtíðar snerust á sveif með minnihlutanum í málinu og gegn samstarfsflokki sínum, enda þótti tillagan ótækt bruðl. Í kjölfar þessa skells var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 720 milljóna framlagi á árunum 2018 og 2019 til byggingar eins knatthúss á FH-svæðinu í Kaplakrika. Ekki voru Haukamenn sáttir við þetta enda hafi krakkarnir á Völlunum enga aðstöðu innandyra til iðkunar á veturna og þótt fleiri iðkendur séu hjá FH skýrist sá fjöldi ekki síst af aðstöðumun félaganna tveggja.Hinir fornu fjendur Haukar og FH takast hér á í handboltaleik árið 2014.Vísir/VilhelmEnn spruttu deilur upp í bæjarstjórn vegna málsins skömmu eftir áramót þegar verkið fór í alútboð. Vinna við útboðsgögn var gagnrýnd, meðal annars af bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar, og þótti sumum útboðsgögn sniðin að tilteknum aðila, formanni knattspyrnudeildar FH, sem reyndist svo sá eini sem sendi inn tilboð fyrir hönd finnsks fyrirtækis sem hann er umboðsaðili fyrir. Lægsta tilboðið er rúmlega 50 prósentum hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðanna. Nokkur óvissa ríkir því um framhald málsins. Nú í aðdraganda kosninga halda íþróttafélögin enn uppteknum hætti. Í nýlegri færslu í lokuðum Facebook-hóp iðkenda á unglingsaldri í Haukum, vakti þjálfari athygli á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og benti iðkendunum á hvernig mætti skrá sig í flokkinn og veita þeim brautargengi sem helst væru stuðningsmenn knatthúss fyrir Hauka. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun bæjarins geri eingöngu ráð fyrir bygginu knatthúss í Kaplakrika, segir á Facebook-síðu Hauka frá skoðunarferð fulltrúa félagsins með lykilstjórnendum bæjarins í nokkur nýleg knatthús. Deiliskipulagsvinna sé hafin fyrir Ásvelli þar sem ljóst sé að stórt upphitað knatthús muni rísa á næstu misserum. Aðspurður segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til slíkrar byggingar á Ásvöllum í fjárhagsáætlun en í greinargerð með henni segi að ganga eigi til samninga við félagið á þessu ári um undirbúning og hönnun knatthúss að Ásvöllum.Borghildur Sturludóttir, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, þurfti að taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði eftir átakafund í bæjarstjórn í fyrradag, meðal annars vegna afstöðu til knatthúsaVísir/ernirEkki sér fyrir endann á átökunum „Ég er ekki kosin til að vera sammála Sjálfstæðisflokknum og mér finnst alveg sjálfsagt að það sé tekist á um mál og aðferðafræði, en ég er engin átakakona,“ segir Borghildur Sturludóttir sem var látin taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar eftir hitafund í bæjarstjórn í fyrradag. Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka í Hafnarfirði um byggingu knatthúsa er stöðug uppspretta átaka í bæjarpólitíkinni þar. Á kjörtímabilinu hefur reglulega hrikt í stoðum meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vegna knatthúsamálsins sem er svo heitt að Björt framtíð í Hafnarfirði hefur liðast í sundur, bæjarfulltrúarnir hafa sagt sig úr flokknum og hreinsað þá fulltrúa sem enn eru í flokknum úr nefndum og ráðum bæjarins. Borghildur hefur verið á öndverðum meiði við meirihlutann í knatthúsamálinu og hefur meðal annars lagt áherslu á óháða staðarvalsgreiningu fyrir nýtt knatthús. „Við höfum verið að tækla fullt af erfiðum málum og iðulega verið samhugur um að gera vel. Nema þarna, þarna er alger klofningur,“ segir Borghildur um knatthúsin og bætir við: „Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði.“ Borghildur hefur ásamt Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúa sent erindi á ráðuneyti sveitarstjórnarmála og óskað eftir að verklag á fyrrnefndum bæjarstjórnarfundi verði tekið til skoðunar og boðað stjórnsýslukæru að öðrum kosti. Þá hafa þau farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það taki kjörgengi Einars Birkis Einarssonar bæjarfulltrúa til athugunar en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er Einar búsettur í Kópavogi en hefur lögheimili sitt skráð á heimili systur sinnar í Hafnarfirði. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Undanfarin ár hafa áform um byggingu nýs knatthúss verið ítrekað til umræðu hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og forsvarsmenn félaganna FH og Hauka verið gestir á bæjarskrifstofunum. Málið hefur oft valdið ágreiningi í meirihlutasamstarfinu og flokkur Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er rústir einar eftir að bæjarfulltrúar flokksins sögðu sig úr honum og viku fulltrúum flokksins úr nefndum og ráðum bæjarins. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Síðastliðið sumar gerði Sjálfstæðisflokkurinn tillögu um að byggð yrðu tvö knatthús; eitt fyrir hvort íþróttafélag. Á hitafundi í bæjarstjórn klofnaði meirihlutinn í málinu og fulltrúar Bjartrar framtíðar snerust á sveif með minnihlutanum í málinu og gegn samstarfsflokki sínum, enda þótti tillagan ótækt bruðl. Í kjölfar þessa skells var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir 720 milljóna framlagi á árunum 2018 og 2019 til byggingar eins knatthúss á FH-svæðinu í Kaplakrika. Ekki voru Haukamenn sáttir við þetta enda hafi krakkarnir á Völlunum enga aðstöðu innandyra til iðkunar á veturna og þótt fleiri iðkendur séu hjá FH skýrist sá fjöldi ekki síst af aðstöðumun félaganna tveggja.Hinir fornu fjendur Haukar og FH takast hér á í handboltaleik árið 2014.Vísir/VilhelmEnn spruttu deilur upp í bæjarstjórn vegna málsins skömmu eftir áramót þegar verkið fór í alútboð. Vinna við útboðsgögn var gagnrýnd, meðal annars af bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar, og þótti sumum útboðsgögn sniðin að tilteknum aðila, formanni knattspyrnudeildar FH, sem reyndist svo sá eini sem sendi inn tilboð fyrir hönd finnsks fyrirtækis sem hann er umboðsaðili fyrir. Lægsta tilboðið er rúmlega 50 prósentum hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðanna. Nokkur óvissa ríkir því um framhald málsins. Nú í aðdraganda kosninga halda íþróttafélögin enn uppteknum hætti. Í nýlegri færslu í lokuðum Facebook-hóp iðkenda á unglingsaldri í Haukum, vakti þjálfari athygli á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og benti iðkendunum á hvernig mætti skrá sig í flokkinn og veita þeim brautargengi sem helst væru stuðningsmenn knatthúss fyrir Hauka. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun bæjarins geri eingöngu ráð fyrir bygginu knatthúss í Kaplakrika, segir á Facebook-síðu Hauka frá skoðunarferð fulltrúa félagsins með lykilstjórnendum bæjarins í nokkur nýleg knatthús. Deiliskipulagsvinna sé hafin fyrir Ásvelli þar sem ljóst sé að stórt upphitað knatthús muni rísa á næstu misserum. Aðspurður segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til slíkrar byggingar á Ásvöllum í fjárhagsáætlun en í greinargerð með henni segi að ganga eigi til samninga við félagið á þessu ári um undirbúning og hönnun knatthúss að Ásvöllum.Borghildur Sturludóttir, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, þurfti að taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði eftir átakafund í bæjarstjórn í fyrradag, meðal annars vegna afstöðu til knatthúsaVísir/ernirEkki sér fyrir endann á átökunum „Ég er ekki kosin til að vera sammála Sjálfstæðisflokknum og mér finnst alveg sjálfsagt að það sé tekist á um mál og aðferðafræði, en ég er engin átakakona,“ segir Borghildur Sturludóttir sem var látin taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar eftir hitafund í bæjarstjórn í fyrradag. Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka í Hafnarfirði um byggingu knatthúsa er stöðug uppspretta átaka í bæjarpólitíkinni þar. Á kjörtímabilinu hefur reglulega hrikt í stoðum meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vegna knatthúsamálsins sem er svo heitt að Björt framtíð í Hafnarfirði hefur liðast í sundur, bæjarfulltrúarnir hafa sagt sig úr flokknum og hreinsað þá fulltrúa sem enn eru í flokknum úr nefndum og ráðum bæjarins. Borghildur hefur verið á öndverðum meiði við meirihlutann í knatthúsamálinu og hefur meðal annars lagt áherslu á óháða staðarvalsgreiningu fyrir nýtt knatthús. „Við höfum verið að tækla fullt af erfiðum málum og iðulega verið samhugur um að gera vel. Nema þarna, þarna er alger klofningur,“ segir Borghildur um knatthúsin og bætir við: „Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði.“ Borghildur hefur ásamt Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúa sent erindi á ráðuneyti sveitarstjórnarmála og óskað eftir að verklag á fyrrnefndum bæjarstjórnarfundi verði tekið til skoðunar og boðað stjórnsýslukæru að öðrum kosti. Þá hafa þau farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það taki kjörgengi Einars Birkis Einarssonar bæjarfulltrúa til athugunar en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu er Einar búsettur í Kópavogi en hefur lögheimili sitt skráð á heimili systur sinnar í Hafnarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09