Buffon stimplaði sig út eins og Zidane fyrir tólf árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 10:00 Gianluigi Buffon segir Michael Oliver sína skoðun. Vísir/Getty Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira