Buffon stimplaði sig út eins og Zidane fyrir tólf árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 10:00 Gianluigi Buffon segir Michael Oliver sína skoðun. Vísir/Getty Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira