Buffon um Oliver dómara: Með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:00 Gianluigi Buffon og Michael Oliver. Vísir/Getty Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira