Buffon um Oliver dómara: Með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:00 Gianluigi Buffon og Michael Oliver. Vísir/Getty Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira