Birkir: Var búinn að segja við Bruce og félagið að ég vildi fara Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2018 17:30 Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira