Leikskólalausnir Snædís Karlsdóttir skrifar 11. apríl 2018 12:03 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ekki er allt með felldu í málefnum leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að gera þarf stórátak áður en skólarnir verða reiðubúnir til þess að veita þá þjónustu sem borgarbúar vænta. Kallað er eftir skýrum svörum og raunhæfum lausnum frá stjórnmálamönnum nú í aðdraganda kosninga. Skiljanlega, ástandið er óþolandi. Þessu kalli keppast frambjóðendur nú við að svara, með ýmsum fyrirheitum og hugmyndum. Meðal loforða er að byggja fleiri leikskóla og fjölga deildum. En stöldrum aðeins við. Áður en við leitum svara skulum við skilgreina spurninguna, hvert er vandamálið? Ekki hefur, með góðu móti tekist að manna leikskólana síðustu misseri, með tilheyrandi keðjuverkandi vanda. Þó það sé gott skref að huga að byggingu nýrra leikskóla þá mun fjölgun leikskólaplássa ein og sér eingöngu auka á mannekluvanda skólanna. Vandinn í grunninn er sá að einhverra hluta vegna vill fólk ekki starfa á leikskólum og leikskólakennurum fækkar. Spurningin sem við þurfum að svara er; hvað veldur? Að starfa með stórum hóp af litlum börnum, í litlu rými allan daginn er gríðarlega krefjandi, það veit ég af eigin raun. En vinnan göfgar manninn og eins og gefur að skilja þá eru fá störf eins gefandi. En hvers vegna fæst þá ekki fólk til starfa á leikskólum? Er svarið í raun ekki eins einfalt og það er augljóst? Laun á leikskólum eru ekki samkeppnishæf og við söltum ekki grautinn okkar með hugsjónum einum. Megin ástæða þess að fáir leggja í þá vegferð að mennta sig í leikskólafræðum er þessi staðreynd. Af þeim sökum eru leikskólarnir bornir uppi af ófagmenntuðu starfsfólki og launin sem við bjóðum þeim eru með ólíkindum lág. Ef ekki fæst hæft starfsfólk til starfa á leikskólum vegna þeirra lágu launa sem í boði eru, hvað gerum við þá? Bjóðum börnum og gamalmennum störfin, þyggja þau ekki hvaða laun sem er? Nei hættið nú alveg, á hvaða vegferð er þessi umræða? Við hljótum að geta gert betur. Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum hafa fagmenntað starfsfólk á leikskólum borgarinnar. Ef svo er, þá þurfum við að hækka launin, þetta er ekki flókið. Framsókn í Reykjavík vill fara í aðgerðir með það að markmiði að auka samkeppnishæfni leikskólanna til þess að laða að hæft og fagmenntað starfsfólk. Við viljum hækka laun leikskólakennara og leikskólaliða. Samhliða því viljum við fara í ýmsar aðgerðir til þess að bæta starfsaðstæður allra á leikskólum borgarinnar. Nýlega kynnti Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík tillögur sínar. Tillögurnar falla margar vel að stefnu Framsóknar í Reykjavík og teljum við þær skref í rétta átt. Meðal þess sem við viljum leggja áherslu á, samhliða launahækkun er að vinnuvika starfsmanna leikskóla verði stytt enda hefur það verkefni gefið góða raun. Þá þarf að bæta aðbúnað og húsakost strax og minnka álag á starfsfólk og börn með því að minnka deildir leikskólanna. Við getum og viljum gera betur.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ekki er allt með felldu í málefnum leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að gera þarf stórátak áður en skólarnir verða reiðubúnir til þess að veita þá þjónustu sem borgarbúar vænta. Kallað er eftir skýrum svörum og raunhæfum lausnum frá stjórnmálamönnum nú í aðdraganda kosninga. Skiljanlega, ástandið er óþolandi. Þessu kalli keppast frambjóðendur nú við að svara, með ýmsum fyrirheitum og hugmyndum. Meðal loforða er að byggja fleiri leikskóla og fjölga deildum. En stöldrum aðeins við. Áður en við leitum svara skulum við skilgreina spurninguna, hvert er vandamálið? Ekki hefur, með góðu móti tekist að manna leikskólana síðustu misseri, með tilheyrandi keðjuverkandi vanda. Þó það sé gott skref að huga að byggingu nýrra leikskóla þá mun fjölgun leikskólaplássa ein og sér eingöngu auka á mannekluvanda skólanna. Vandinn í grunninn er sá að einhverra hluta vegna vill fólk ekki starfa á leikskólum og leikskólakennurum fækkar. Spurningin sem við þurfum að svara er; hvað veldur? Að starfa með stórum hóp af litlum börnum, í litlu rými allan daginn er gríðarlega krefjandi, það veit ég af eigin raun. En vinnan göfgar manninn og eins og gefur að skilja þá eru fá störf eins gefandi. En hvers vegna fæst þá ekki fólk til starfa á leikskólum? Er svarið í raun ekki eins einfalt og það er augljóst? Laun á leikskólum eru ekki samkeppnishæf og við söltum ekki grautinn okkar með hugsjónum einum. Megin ástæða þess að fáir leggja í þá vegferð að mennta sig í leikskólafræðum er þessi staðreynd. Af þeim sökum eru leikskólarnir bornir uppi af ófagmenntuðu starfsfólki og launin sem við bjóðum þeim eru með ólíkindum lág. Ef ekki fæst hæft starfsfólk til starfa á leikskólum vegna þeirra lágu launa sem í boði eru, hvað gerum við þá? Bjóðum börnum og gamalmennum störfin, þyggja þau ekki hvaða laun sem er? Nei hættið nú alveg, á hvaða vegferð er þessi umræða? Við hljótum að geta gert betur. Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum hafa fagmenntað starfsfólk á leikskólum borgarinnar. Ef svo er, þá þurfum við að hækka launin, þetta er ekki flókið. Framsókn í Reykjavík vill fara í aðgerðir með það að markmiði að auka samkeppnishæfni leikskólanna til þess að laða að hæft og fagmenntað starfsfólk. Við viljum hækka laun leikskólakennara og leikskólaliða. Samhliða því viljum við fara í ýmsar aðgerðir til þess að bæta starfsaðstæður allra á leikskólum borgarinnar. Nýlega kynnti Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík tillögur sínar. Tillögurnar falla margar vel að stefnu Framsóknar í Reykjavík og teljum við þær skref í rétta átt. Meðal þess sem við viljum leggja áherslu á, samhliða launahækkun er að vinnuvika starfsmanna leikskóla verði stytt enda hefur það verkefni gefið góða raun. Þá þarf að bæta aðbúnað og húsakost strax og minnka álag á starfsfólk og börn með því að minnka deildir leikskólanna. Við getum og viljum gera betur.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun