Einn mesti tuddinn í deildinni sér nú um öryggi leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 George Parros lenti í mörgum slagsmálum inn á vellinum á ferlinum. Vísir/Getty Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann. Aðrar íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann.
Aðrar íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira