Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 10:30 Davíð Smári Lamude í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Vísir/Vilhelm Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari gerði alvarlegar athugasemdir við drátt á máli Embættis héraðssaksóknara gegn Davíð Smára Lamude, áður Davíð Smári Helenarson. Davíð Smári er ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitar sök og segist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum. Saksóknari vill meina að viðbrögð hans hafi verið fram úr hófi. Á þjófurinn að hafa hlotið þriggja sentímetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Saksóknari fór fram á átta til tíu mánaða fangelsisvist yfir Davíð Smára en verjandi hans sagði ákæruna til skammar þar sem engin rannsókn hefði farið fram. Svo virðist vera sem að ákæruvaldið stjórnaðist af heift í garð Davíðs Smára sem hefur áður hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag en tæp þrjú og hálft ár eru síðan meint árás á að hafa átt sér stað. Aðalmeðferðin markaðist af því að vitni áttu erfitt með að muna atburðina sökum þess hve langur tími hafði liðið. Við munnlegan málflutning síðastliðinn föstudag spurði Guðjón dómari saksóknara hver ástæðan væri að baki þessum drætti. Saksóknari sagðist ekki hafa miklar skýringar á því. Guðjón benti á að málið væri óskaplega gamalt og Davíð Smára yrði ekki kennt um hve langan tíma það hefði tekið embættið að gefa út ákæru í málinu. Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari.Vísir/GVA „Þetta gengur ekki“ Þegar saksóknari veitti andsvör við munnlegan málflutning sagðist hann ekki geta skýrt drátt málsins öðruvísi en að benda á að mikið álag væri á ákærusviði lögreglunnar og hjá Embætti héraðssaksóknara. Guðjón benti á að erfitt væri að byggja dóm á framburði manna sem muna ekki vel eftir atburðum og á skýrslum lögreglumanna. Saksóknari sagði að skýrslurnar hefðu verið skrifaðar sama dag og meint árás átti að hafa átt sér stað. „Þetta gengur ekki og það vita allir sem hér sitja,“ svaraði Guðjón og benti saksóknara á að sönnunarfærsla mála færi fram inni í dómsal. Ekki væri hægt að ætlast til þess að lögreglumenn væru svo minnugir að þeir gætu rifjað nákvæmlega upp atburði sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum, sérstaklega í ljósi fjölda mála sem þeir sinna, en einn lögreglumaður benti á að hann hefði sinnt um þrjú þúsund málum á þeim tíma sem liðinn væri frá atburðunum við Flókagötu í nóvember árið 2015. „Það er ekki sjálfstæður vitnisburður, um það sem gerðist, fyrir dómi,“ sagði Guðjón. Atvikið átti sér stað á Flókagötu, nærri Kjarvalsstöðum.Vísir/GVA Kom auga á þjóf í miðjum flutningum Atburðurinn sem deilt er um átti sér stað sunnudagskvöldið 1. nóvember árið 2015. Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann hefði verið í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu, eiginkonu og vinum þegar hann tók eftir því að verið væri að brjótast inn í bíl hans. Þjófurinn lagði á flótta og Davíð reyndi að ná til þjófsins sem komst undan. Davíð lét hringja í lögregluna, átti samtöl við lögreglumenn og skoðaði ummerki þjófnaðarins með lögreglu en þjófurinn virtist hafa dottið á hlaupum.Davíð sagðist síðan hafa leitað að munum úr bílnum sínum sem höfðu verið teknir. Við leitina hafi hann fundið þjófinn í runna við Klambratún. Davíð hringdi á lögregluna en verjandi Davíðs, Stefán Karl Kristjánsson, sagði Davíð hafa tilkynnt lögreglu í síma að þjófurinn hefði staðið upp á móti honum vopnaður.Davíð og maðurinn toguðust á en þegar lögreglan mætti á vettvang var þjófurinn handtekinn ásamt Davíð.Breytti framburði sínum fimm sinnumVið munnlegan málflutning benti Stefán Karl á að þjófurinn hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Á vettvangi við Klambratún sagði þjófurinn að hann hefði verið laminn með hækju og kannaðist ekki við að hafa brotist inn í bílinn. Hann sagði Davíð Smára hafa kynnt sig með nafni áður en hann lamdi hann með hækju. Í skaðabótakröfunni sagðist þjófurinn hafa falið sig eftir þjófnaðinn og síðan verið laminn af tveimur mönnum með hækju.Í ræðu lögmanns til stuðnings þeirri kröfu að Davíð Smára yrði gert að yfirgefa dómsal á meðan þjófurinn gaf skýrslu var þjófurinn sagður hafa verið saklaus maður á göngu þegar tveir misindismenn réðust á hann.Stefán Karl sagði þjófinn síðan hafa sagt enn eina söguna við aðalmeðferðina þar sem hann faldi sig hræddur í runna, gefið sig fram með uppréttar hendur en verið laminn. Stefán Karl benti á að ákæruvaldið teldi þjófinn stöðugan í framburði sinum en Stefán Karl vildi meina að hann væri stöðugur í vitleysunni.Saksóknari sagði þjófinn hafa verið stöðugan í framburði sínum þegar kæmi að ofbeldi sem hann hefði verið beittur, þó svo að aðrar staðreyndir málsins hefðu tekið breytingum.Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Davíðs Smára. Vísir/Stefán KarlssonEngin rannsóknarvinnaStefán Karl sagði að erfitt væri að leggja mat á framburð vitna við aðalmeðferð málsins sökum þess hve langur tími væri liðinn. Hann sagði að við þannig aðstæður ætti að vera hægt að leita til rannsóknarvinnu en benti á að ekki nokkur einasta rannsókn hefði farið fram í þessu máli.Vettvangur var ekki myndaður, ekki teknar myndir af áverkum, engin sýni tekin til að staðfesta hver ætti blóð sem fannst á vettvangi, engin hafi leitað fingrafara á hækju sem fannst á vettvangi og því ekki hægt að sanna hver hafi haldið á henni. Þar færi einungis orð gegn orði.Mjög ölvaður þegar hann braust inn í bílinn„Ég þakka bara fyrir að lögreglan kom þarna,“ sagði þjófurinn fyrir dómi. Hann viðurkenndi að hafa brotist inn í bíl Davíðs Smára. Hann sagðist hafa verið mjög ölvaður þegar hann braust inn í bílinn en vildi meina að runnið hefði fljótt af honum þegar hann lagði á flótta vegna adrenalínsins sem því fylgdi.Hann sagðist hafa falið sig í runna en Davíð og félagi Davíðs fundið hann. Hann sagðist hafa verið varaður við því að ef hann myndi hreyfa sig þá yrði hann drepinn. Stefán Karl sagði þessa fullyrðingu þjófsins, að ef hann myndi hreyfa sig yrði hann drepinn, hefði ekki komið nokkur staðar fram áður en við dóminn og væri í raun fimmta útgáfan af sögu hans.„Ég hugsa með mér að þetta sé búið spil. Ég rétti upp hendur og segi: „Ég gefst upp!“ Ég er sleginn með hækju í andlitið ítrekað. Ég ver mig með hendinni og það verður til þess að ég brotna á handarbeininu,“ sagði þjófurinn.Þjófurinn vildi meina að Davíð hefði barið hann með hækju, en Davíð sjálfur sagði þjófinn hafa verið vopnaðan hækjunni þegar hann mætti honum á Klambratúni. Þjófurinn hafnaði því að hafa tekið hækjuna úr bíl Davíðs. „Það hlýtur að vera fyrst hann barði mig með henni,“ sagði þjófurinn.Fór í afeitrunHann sagðist hafa fundið fyrir miklum kvíða fyrsta árið eftir árásina og mikill ótti hafi fylgt henni. „Það varð til þess að ég fór í afeitrun og hef ekki drukkið síðan. Og ég hef þurft að fá hjálp við kvíða og ótta,“ sagði þjófurinn.Stefán Karl spurði þjófinn hvort að það gæti verið að hann hefði hlotið skurð á höfuðið við að stinga sér inn í rjóðrið á flótta sínum en þjófurinn útilokaði það.Rætt var við réttarhöldin að hækjur væru yfirleitt fremur sterklega byggðar til að geta borið líkamsþunga þeirra sem þurfa að styðjast við þær. Brot af hækju fundust á vettvangi á Klambratúni en ákæruvaldið vildi meina að hún hefði brotnað vegna þess að Davíð hefði notað hana til að berja þjófinn ítrekað í höfuðið.Verjandi Davíðs Smára taldi ákæruvaldið stjórnast af heift í garð Davíðs Smára í þessum máli.Vísir/Vilhlem.Fannst áverkarnir ekki í samræmi við árásinaStefáni Karli fannst fremur sérkennilegt að ekki hefði sést meira á þjófnum vegna slíkra barsmíða með jafn öflugu áhaldi sem brotnaði. Samkvæmt áverkavottorði hlaut þjófurinn ekki mar á höfuð eða bólgur en Stefán Karl sagði það ekki styðja að hann hefði verið laminn ítrekað í höfuðið með áhaldi.Þjófurinn sagðist hafa borið fyrir sig höndina til að verjast höggunum og þess vegna hefði ekki sést meira á honum. Hann sagðist hafa átt erfitt með að telja hversu mörg högg fóru í höfuð hans.Aðspurður sagði þjófurinn að myrkur hefði verið þegar hann braust inn í bílinn og einhver smávegis raki. Hann sagðist aðspurður hafa runnið einu sinni á grasi á milli húsa. Hann sagðist hafa tekið úlpu og tösku úr bílnum.Hitti Davíð á N1Stefán Karl spurði þjófinn út í atvik sem átti sér stað nokkrum dögum síðar þegar hann hitti Davíð Smára á N1 bensínstöð. Þjófurinn sagði hann og Davíð hafa rætt afhendingu á hlutum sem þjófurinn hafði á brott og sagði Davíð hafa reynt að fá hann af málinu.Hann sagðist seinna meir hafa fengið tilkynningu frá lögreglunni um að skila úlpunni en var ekki með úlpuna á sér þegar hann hitti Davíð á N1. Hann sagði Davíð Smára ekkert hafa rætt við sig eftir þetta.Við dóminn kom fram að fallið hefði verið frá saksókn á hendur þjófnum gegn játningu hans á innbrotinu í bílinn.Vilja Davíð í tíu mánaða fangelsiVið munnlegan málflutning fór saksóknari fram á að Davíð yrði dæmdur í átta til tíu mánaða fangelsisvist fyrir þetta brot. Vildi saksóknarinn meina að koma ætti til hegningarauka vegna fyrri brota Davíðs sem eru alls sex talsins frá árinu 2006.Stefán Karl sagðist ekki vita til þess að ákæruvaldið nyti sérkjara í málum þar sem túlka skuli vafa ákæruvaldinu í hag, en oftast er vafi túlkaður sakborningum í hag. Stefán Karl sagði að engin sönnunargögn væru fyrir hendi, ekki væri hægt að vísa í framburð vitna og ekki hægt að vísa í rannsóknargögn.Lögreglumenn sem mættu fyrir dóminn áttu erfitt með að muna eftir atburðum sökum þess hve langur tími var liðinn frá umræddu atviki. Einn þeirra benti á að hann hefði sinnt þrjú þúsund málum frá því atvikið á Flókagötu átti sér stað.Vísir/VilhelmMikil óvissa vegna ónægra gagnaÞví væri ekki hægt að segja til um með fullri vissu hvort að beinbrot þjófsins væri varnaráverki eða hvort hann hefði beinbrotnað við fall. Ekki væri staðfest að þjófurinn hefði hlotið heilahristing og ekki væri búið að skera úr um hvort að höfuðverkur sem hann fann til væri vegna timburmanna eða heilahristings. Ekki væri heldur hægt að staðfesta hvort að skurður á höfði þjófsins væri eftir fall, eftir trjágrein eða eftir meinta árás.Stefán Karl benti á að ákæruvaldið hefði ekki lagt fram dagbókarfærslu lögreglu við réttarhöldin en þar kom fram lýsing Davíðs Smára á því að þjófurinn væri vopnaður. Þá sagði Stefán Karl að einnig hefði verið hægt að leggja fram upptöku á símtali Davíðs til lögreglu þar sem hann lýsti þjófnum sem vopnuðum.Sagði ákæruvaldið nálgast málið af heiftStefán Karl vildi meina að ákæruvaldið hefði nálgast þetta mál með heift þar sem refsa ætti Davíð Smára vegna fortíðar hans. Þá væri í raun verið að refsa manni sem fór út til að endurheimta hluti sem hefði verið stolið af honum. Hann sagði Davíð hafa verið afdráttarlausan í sinni frásögn og greint frá því að hann hefði ekki tekið hækju með sér þegar hann fór á eftir þjófnum.Stefán Karl vildi meina að Davíð hefði verið með hækjuna á sér vegna krossbandsslita en Stefán Karl sagði það ekki sjálfgefið að styðjast við hækju vegna krossbandsslita. Stefán Karl minntist á að við réttarhöldin hefði komið fram að þjófurinn hefði legið blóðugur og máttvana þegar lögregla kom á vettvang. Stefán Karl spurði á móti hvort þjófurinn hefði í raun verið ofurölvi og jafnvel uppgefinn eftir að hafa togast á við hækjuna við Davíð.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag.vísir/hannaSagði vorkunnina hafa færst yfir á þjófinnVildi Stefán Karl meina að þetta væri eitt af þeim málum sem ákæruvaldið hefði ekki átt að gefa út ákæru í. Davíð Smári hefði kallað eftir lögreglu, átt í samskiptum við lögreglu, bent lögreglu á þjófinn og að lokum verið handtekinn af lögreglu.Hann segir að vorkunnin hafi færst yfir á þjófinn í þessu máli og fjölmiðlar hafi farið mikinn í umfjöllun um ákæru á hendur Davíð Smára fyrir stórfellda líkamsárás á Klambratúni.Stefán Karl sagði það vera óforskammað af ákæruvaldinu að stíga í pontu, án allrar rannsóknarvinnu, og krefjast átta til tíu mánaða fangelsisvistar yfir Davíð.Varðandi skaðabótakröfuna í málinu sagði Stefán Karl þjófinn í raun ekki hafa hlotið neinn skaða. „Maðurinn fór í meðferð og hætti að drekka. Það er hinn varanlegi skaði í þessu máli,“ sagði Stefán Karl.Hann sagði Davíð Smára eiga sér fortíð sem hann hafi verið að vinna úr. Í dag starfi hann sem málari, sé fjölskyldufaðir og gangi vel í lífinu. Hann sé þátttakandi í samfélaginu og ekki að reyna að fela neitt. Ákæruvaldið vilji fangelsa hann í tíu mánuði vegna þessa máls. „Það liggur við að krefjast ætti að ákæruvaldið verði ávítt,“ sagði Stefán Karl og tók fram að lokum að hann gerði sjálfsögðu þá kröfu að allur málskostnaður í málinu greiddist úr ríkissjóði. Dómsmál Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Árásin átti sér stað við Kjarvalsstaði fyrir tveimur árum. 28. nóvember 2017 12:30 Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. 28. september 2011 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari gerði alvarlegar athugasemdir við drátt á máli Embættis héraðssaksóknara gegn Davíð Smára Lamude, áður Davíð Smári Helenarson. Davíð Smári er ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitar sök og segist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum. Saksóknari vill meina að viðbrögð hans hafi verið fram úr hófi. Á þjófurinn að hafa hlotið þriggja sentímetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Saksóknari fór fram á átta til tíu mánaða fangelsisvist yfir Davíð Smára en verjandi hans sagði ákæruna til skammar þar sem engin rannsókn hefði farið fram. Svo virðist vera sem að ákæruvaldið stjórnaðist af heift í garð Davíðs Smára sem hefur áður hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag en tæp þrjú og hálft ár eru síðan meint árás á að hafa átt sér stað. Aðalmeðferðin markaðist af því að vitni áttu erfitt með að muna atburðina sökum þess hve langur tími hafði liðið. Við munnlegan málflutning síðastliðinn föstudag spurði Guðjón dómari saksóknara hver ástæðan væri að baki þessum drætti. Saksóknari sagðist ekki hafa miklar skýringar á því. Guðjón benti á að málið væri óskaplega gamalt og Davíð Smára yrði ekki kennt um hve langan tíma það hefði tekið embættið að gefa út ákæru í málinu. Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari.Vísir/GVA „Þetta gengur ekki“ Þegar saksóknari veitti andsvör við munnlegan málflutning sagðist hann ekki geta skýrt drátt málsins öðruvísi en að benda á að mikið álag væri á ákærusviði lögreglunnar og hjá Embætti héraðssaksóknara. Guðjón benti á að erfitt væri að byggja dóm á framburði manna sem muna ekki vel eftir atburðum og á skýrslum lögreglumanna. Saksóknari sagði að skýrslurnar hefðu verið skrifaðar sama dag og meint árás átti að hafa átt sér stað. „Þetta gengur ekki og það vita allir sem hér sitja,“ svaraði Guðjón og benti saksóknara á að sönnunarfærsla mála færi fram inni í dómsal. Ekki væri hægt að ætlast til þess að lögreglumenn væru svo minnugir að þeir gætu rifjað nákvæmlega upp atburði sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum, sérstaklega í ljósi fjölda mála sem þeir sinna, en einn lögreglumaður benti á að hann hefði sinnt um þrjú þúsund málum á þeim tíma sem liðinn væri frá atburðunum við Flókagötu í nóvember árið 2015. „Það er ekki sjálfstæður vitnisburður, um það sem gerðist, fyrir dómi,“ sagði Guðjón. Atvikið átti sér stað á Flókagötu, nærri Kjarvalsstöðum.Vísir/GVA Kom auga á þjóf í miðjum flutningum Atburðurinn sem deilt er um átti sér stað sunnudagskvöldið 1. nóvember árið 2015. Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann hefði verið í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu, eiginkonu og vinum þegar hann tók eftir því að verið væri að brjótast inn í bíl hans. Þjófurinn lagði á flótta og Davíð reyndi að ná til þjófsins sem komst undan. Davíð lét hringja í lögregluna, átti samtöl við lögreglumenn og skoðaði ummerki þjófnaðarins með lögreglu en þjófurinn virtist hafa dottið á hlaupum.Davíð sagðist síðan hafa leitað að munum úr bílnum sínum sem höfðu verið teknir. Við leitina hafi hann fundið þjófinn í runna við Klambratún. Davíð hringdi á lögregluna en verjandi Davíðs, Stefán Karl Kristjánsson, sagði Davíð hafa tilkynnt lögreglu í síma að þjófurinn hefði staðið upp á móti honum vopnaður.Davíð og maðurinn toguðust á en þegar lögreglan mætti á vettvang var þjófurinn handtekinn ásamt Davíð.Breytti framburði sínum fimm sinnumVið munnlegan málflutning benti Stefán Karl á að þjófurinn hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Á vettvangi við Klambratún sagði þjófurinn að hann hefði verið laminn með hækju og kannaðist ekki við að hafa brotist inn í bílinn. Hann sagði Davíð Smára hafa kynnt sig með nafni áður en hann lamdi hann með hækju. Í skaðabótakröfunni sagðist þjófurinn hafa falið sig eftir þjófnaðinn og síðan verið laminn af tveimur mönnum með hækju.Í ræðu lögmanns til stuðnings þeirri kröfu að Davíð Smára yrði gert að yfirgefa dómsal á meðan þjófurinn gaf skýrslu var þjófurinn sagður hafa verið saklaus maður á göngu þegar tveir misindismenn réðust á hann.Stefán Karl sagði þjófinn síðan hafa sagt enn eina söguna við aðalmeðferðina þar sem hann faldi sig hræddur í runna, gefið sig fram með uppréttar hendur en verið laminn. Stefán Karl benti á að ákæruvaldið teldi þjófinn stöðugan í framburði sinum en Stefán Karl vildi meina að hann væri stöðugur í vitleysunni.Saksóknari sagði þjófinn hafa verið stöðugan í framburði sínum þegar kæmi að ofbeldi sem hann hefði verið beittur, þó svo að aðrar staðreyndir málsins hefðu tekið breytingum.Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Davíðs Smára. Vísir/Stefán KarlssonEngin rannsóknarvinnaStefán Karl sagði að erfitt væri að leggja mat á framburð vitna við aðalmeðferð málsins sökum þess hve langur tími væri liðinn. Hann sagði að við þannig aðstæður ætti að vera hægt að leita til rannsóknarvinnu en benti á að ekki nokkur einasta rannsókn hefði farið fram í þessu máli.Vettvangur var ekki myndaður, ekki teknar myndir af áverkum, engin sýni tekin til að staðfesta hver ætti blóð sem fannst á vettvangi, engin hafi leitað fingrafara á hækju sem fannst á vettvangi og því ekki hægt að sanna hver hafi haldið á henni. Þar færi einungis orð gegn orði.Mjög ölvaður þegar hann braust inn í bílinn„Ég þakka bara fyrir að lögreglan kom þarna,“ sagði þjófurinn fyrir dómi. Hann viðurkenndi að hafa brotist inn í bíl Davíðs Smára. Hann sagðist hafa verið mjög ölvaður þegar hann braust inn í bílinn en vildi meina að runnið hefði fljótt af honum þegar hann lagði á flótta vegna adrenalínsins sem því fylgdi.Hann sagðist hafa falið sig í runna en Davíð og félagi Davíðs fundið hann. Hann sagðist hafa verið varaður við því að ef hann myndi hreyfa sig þá yrði hann drepinn. Stefán Karl sagði þessa fullyrðingu þjófsins, að ef hann myndi hreyfa sig yrði hann drepinn, hefði ekki komið nokkur staðar fram áður en við dóminn og væri í raun fimmta útgáfan af sögu hans.„Ég hugsa með mér að þetta sé búið spil. Ég rétti upp hendur og segi: „Ég gefst upp!“ Ég er sleginn með hækju í andlitið ítrekað. Ég ver mig með hendinni og það verður til þess að ég brotna á handarbeininu,“ sagði þjófurinn.Þjófurinn vildi meina að Davíð hefði barið hann með hækju, en Davíð sjálfur sagði þjófinn hafa verið vopnaðan hækjunni þegar hann mætti honum á Klambratúni. Þjófurinn hafnaði því að hafa tekið hækjuna úr bíl Davíðs. „Það hlýtur að vera fyrst hann barði mig með henni,“ sagði þjófurinn.Fór í afeitrunHann sagðist hafa fundið fyrir miklum kvíða fyrsta árið eftir árásina og mikill ótti hafi fylgt henni. „Það varð til þess að ég fór í afeitrun og hef ekki drukkið síðan. Og ég hef þurft að fá hjálp við kvíða og ótta,“ sagði þjófurinn.Stefán Karl spurði þjófinn hvort að það gæti verið að hann hefði hlotið skurð á höfuðið við að stinga sér inn í rjóðrið á flótta sínum en þjófurinn útilokaði það.Rætt var við réttarhöldin að hækjur væru yfirleitt fremur sterklega byggðar til að geta borið líkamsþunga þeirra sem þurfa að styðjast við þær. Brot af hækju fundust á vettvangi á Klambratúni en ákæruvaldið vildi meina að hún hefði brotnað vegna þess að Davíð hefði notað hana til að berja þjófinn ítrekað í höfuðið.Verjandi Davíðs Smára taldi ákæruvaldið stjórnast af heift í garð Davíðs Smára í þessum máli.Vísir/Vilhlem.Fannst áverkarnir ekki í samræmi við árásinaStefáni Karli fannst fremur sérkennilegt að ekki hefði sést meira á þjófnum vegna slíkra barsmíða með jafn öflugu áhaldi sem brotnaði. Samkvæmt áverkavottorði hlaut þjófurinn ekki mar á höfuð eða bólgur en Stefán Karl sagði það ekki styðja að hann hefði verið laminn ítrekað í höfuðið með áhaldi.Þjófurinn sagðist hafa borið fyrir sig höndina til að verjast höggunum og þess vegna hefði ekki sést meira á honum. Hann sagðist hafa átt erfitt með að telja hversu mörg högg fóru í höfuð hans.Aðspurður sagði þjófurinn að myrkur hefði verið þegar hann braust inn í bílinn og einhver smávegis raki. Hann sagðist aðspurður hafa runnið einu sinni á grasi á milli húsa. Hann sagðist hafa tekið úlpu og tösku úr bílnum.Hitti Davíð á N1Stefán Karl spurði þjófinn út í atvik sem átti sér stað nokkrum dögum síðar þegar hann hitti Davíð Smára á N1 bensínstöð. Þjófurinn sagði hann og Davíð hafa rætt afhendingu á hlutum sem þjófurinn hafði á brott og sagði Davíð hafa reynt að fá hann af málinu.Hann sagðist seinna meir hafa fengið tilkynningu frá lögreglunni um að skila úlpunni en var ekki með úlpuna á sér þegar hann hitti Davíð á N1. Hann sagði Davíð Smára ekkert hafa rætt við sig eftir þetta.Við dóminn kom fram að fallið hefði verið frá saksókn á hendur þjófnum gegn játningu hans á innbrotinu í bílinn.Vilja Davíð í tíu mánaða fangelsiVið munnlegan málflutning fór saksóknari fram á að Davíð yrði dæmdur í átta til tíu mánaða fangelsisvist fyrir þetta brot. Vildi saksóknarinn meina að koma ætti til hegningarauka vegna fyrri brota Davíðs sem eru alls sex talsins frá árinu 2006.Stefán Karl sagðist ekki vita til þess að ákæruvaldið nyti sérkjara í málum þar sem túlka skuli vafa ákæruvaldinu í hag, en oftast er vafi túlkaður sakborningum í hag. Stefán Karl sagði að engin sönnunargögn væru fyrir hendi, ekki væri hægt að vísa í framburð vitna og ekki hægt að vísa í rannsóknargögn.Lögreglumenn sem mættu fyrir dóminn áttu erfitt með að muna eftir atburðum sökum þess hve langur tími var liðinn frá umræddu atviki. Einn þeirra benti á að hann hefði sinnt þrjú þúsund málum frá því atvikið á Flókagötu átti sér stað.Vísir/VilhelmMikil óvissa vegna ónægra gagnaÞví væri ekki hægt að segja til um með fullri vissu hvort að beinbrot þjófsins væri varnaráverki eða hvort hann hefði beinbrotnað við fall. Ekki væri staðfest að þjófurinn hefði hlotið heilahristing og ekki væri búið að skera úr um hvort að höfuðverkur sem hann fann til væri vegna timburmanna eða heilahristings. Ekki væri heldur hægt að staðfesta hvort að skurður á höfði þjófsins væri eftir fall, eftir trjágrein eða eftir meinta árás.Stefán Karl benti á að ákæruvaldið hefði ekki lagt fram dagbókarfærslu lögreglu við réttarhöldin en þar kom fram lýsing Davíðs Smára á því að þjófurinn væri vopnaður. Þá sagði Stefán Karl að einnig hefði verið hægt að leggja fram upptöku á símtali Davíðs til lögreglu þar sem hann lýsti þjófnum sem vopnuðum.Sagði ákæruvaldið nálgast málið af heiftStefán Karl vildi meina að ákæruvaldið hefði nálgast þetta mál með heift þar sem refsa ætti Davíð Smára vegna fortíðar hans. Þá væri í raun verið að refsa manni sem fór út til að endurheimta hluti sem hefði verið stolið af honum. Hann sagði Davíð hafa verið afdráttarlausan í sinni frásögn og greint frá því að hann hefði ekki tekið hækju með sér þegar hann fór á eftir þjófnum.Stefán Karl vildi meina að Davíð hefði verið með hækjuna á sér vegna krossbandsslita en Stefán Karl sagði það ekki sjálfgefið að styðjast við hækju vegna krossbandsslita. Stefán Karl minntist á að við réttarhöldin hefði komið fram að þjófurinn hefði legið blóðugur og máttvana þegar lögregla kom á vettvang. Stefán Karl spurði á móti hvort þjófurinn hefði í raun verið ofurölvi og jafnvel uppgefinn eftir að hafa togast á við hækjuna við Davíð.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag.vísir/hannaSagði vorkunnina hafa færst yfir á þjófinnVildi Stefán Karl meina að þetta væri eitt af þeim málum sem ákæruvaldið hefði ekki átt að gefa út ákæru í. Davíð Smári hefði kallað eftir lögreglu, átt í samskiptum við lögreglu, bent lögreglu á þjófinn og að lokum verið handtekinn af lögreglu.Hann segir að vorkunnin hafi færst yfir á þjófinn í þessu máli og fjölmiðlar hafi farið mikinn í umfjöllun um ákæru á hendur Davíð Smára fyrir stórfellda líkamsárás á Klambratúni.Stefán Karl sagði það vera óforskammað af ákæruvaldinu að stíga í pontu, án allrar rannsóknarvinnu, og krefjast átta til tíu mánaða fangelsisvistar yfir Davíð.Varðandi skaðabótakröfuna í málinu sagði Stefán Karl þjófinn í raun ekki hafa hlotið neinn skaða. „Maðurinn fór í meðferð og hætti að drekka. Það er hinn varanlegi skaði í þessu máli,“ sagði Stefán Karl.Hann sagði Davíð Smára eiga sér fortíð sem hann hafi verið að vinna úr. Í dag starfi hann sem málari, sé fjölskyldufaðir og gangi vel í lífinu. Hann sé þátttakandi í samfélaginu og ekki að reyna að fela neitt. Ákæruvaldið vilji fangelsa hann í tíu mánuði vegna þessa máls. „Það liggur við að krefjast ætti að ákæruvaldið verði ávítt,“ sagði Stefán Karl og tók fram að lokum að hann gerði sjálfsögðu þá kröfu að allur málskostnaður í málinu greiddist úr ríkissjóði.
Dómsmál Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Árásin átti sér stað við Kjarvalsstaði fyrir tveimur árum. 28. nóvember 2017 12:30 Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. 28. september 2011 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Árásin átti sér stað við Kjarvalsstaði fyrir tveimur árum. 28. nóvember 2017 12:30
Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. 28. september 2011 06:00