49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 11:00 Oleg Salenko skorar eitt af fimm mörkum sínum. vísir/getty HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
HM 2018 fer fram í Rússlandi eins og allir vita. Það þýðir að rússneska landsliðið fær sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu sem er gott fyrir það enda komst liðið aðeins á eitt heimsmeistaramót af síðustu þremur. Þrátt fyrir að vera níunda fjölmennasta land heims með ríka fótboltahefð hefur Rússland ekkert getað á alþjóða vettvangi, sérstaklega á stórmótum, síðan að það tók fyrst þátt sem Rússland en ekki Sovétríkin á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Það átti ágætis lið undir lok síðasta áratugar sem komst í undanúrslitin á EM 2008 en annars hefur gengi Rússa á stórmótum, sérstaklega á heimsmeistaramótum, verið langt frá því að hrópa húrra fyrir. Rússar eiga samt eina mjög góða minningu og leikmann sem er minnst á meðal goðsagna. Sá heitir Oleg Salenko sem deildi gullskónum með sjálfum Hristo Stoichkov á HM 1994 í Bandaríkjunum. Salenko skoraði sex mörk á mótinu, þar af fimm í einum og sama leiknum á móti Kamerún.Alltaf í metunum Salenko fæddist í Leníngrad í Sovétríkjunum árið 1969 og var því 25 ára gamall þegar að hann fór með Rússum á HM 1994. Hann spilaði lengst af fyrir Dynamo Kiev en var leikmaður hins lítt þekkta liðs Logrones þegar að hann fór til Bandaríkjanna með Rússunum. Hann var ágætur sem ungur leikmaður og fór á HM U20 ára landsliða með Svoétríkjunum árið 1989 þar sem að hann varð markakóngur með fimm mörk. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir U20 ára liðið, alla á HM 1989, og skoraði öll mörkin sín þar. Það sama gerði hann með rússneska landsliðinu. Mörkin sex sem hann skoraði fyrir það í átta landsleikjum komu öll á HM 1994. Fimm á móti Kamerún og eitt úr vítaspyrnu á móti Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera með markakóng mótsins í sínu liði fóru Rússar ekki einu sinni upp úr riðli. Salenko spilaði varla landsleik án þess að gera eitthvað eða þá að leikurinn sjálfur væri sögulegur. Hann á nefnilega einn landsleik að baki fyrir Úkraínu sem var spilaður árið 1992. Það var fyrsti opinberi leikur úkraínska landsliðsins eftir að það fékk sjálfstæði.Sá elsti kom Kamerún yfir Met Salenko að skora fimm mörk í einum og sama leiknum stendur enn í dag og er ólíklegt að það verði bætt í bráð. Fimm heimsmeistaramóti eru síðan að Salenko jarðaði Kamerún í Stanford í Kaliforníu og hefur enginn verið líklegur til að skora fimm mörk síðan í einum og sama leiknum. Salenko er í hópi ágætra manna í dag sem hafa skorað að minnsta kosti fimm mörk á einu heimsmeistaramóti. Þar lifir Rússinn í glæstri frægðarhöll með goðsögnum á borð við Hristo Stoichkov, Romário, Jürgen Klinsmann, Roberto Baggio og Kennett Andersson. Annað met var einnig sett í þessum fræga leik Rússa og Kamerún því Roger Milla varð elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þegar að hann minnkaði muninn fyrir Kamerún í 3-1 á fyrstu mínútunni í seinni hálfleik. Milla, sem var þá þegar orðin HM-goðsögn eftir fræbæra frammistöðu á HM fjórum árum áður, var 42 ára, eins mánaða og átta daga gamall þegar að hann skoraði þetta annars þýðingarlausa mark.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30