Auglýsa í stórum stíl á sölutorgi fyrir fíkniefni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Þessi skjáskot voru tekin af smáforriti fyrir iPhone þar sem fíkniefnaauglýsingar hrúgast inn. Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Gífurlega erfitt er fyrir lögreglu að hafa hemil á síðum og forritum þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkir ástandinu við frumskóg. Þekkt er að seljendur vímuefna hafi nýtt sér samskiptamiðla til að koma varningi sínum á framfæri. Bæði er um að ræða miðla á borð við Facebook og Snapchat. Fréttablaðinu barst á dögunum ábending um snjallforrit sem brúkað er til verksins. Á forritinu eru stofnaðir þar til gerðir hópar og er framboðið mikið. Í hópunum eru á bilinu 400 til 1.400 einstaklingar og birtast allt að sextíu auglýsingar í þeim á klukkustund. Úrvalið er mikið, frá grasi og kókaíni yfir í læknadóp á borð við Xanex og Fentanýl. Margir bjóða upp á heimsendingu. Þá virðist nokkur samkeppni meðal einstaklinga um að bjóða sem lægst verð, mikill verðmunur er milli efna eftir söluaðilum auk þess sem margir bjóða upp á magnafslátt.Á sölutorginu má nálgast allt frá kannabis til sterkra ópíóða.„Ástandið á Íslandi er í raun þannig að það liggur við að það sé auðveldara að panta sér fíkniefni heldur en að panta sér pitsu. Þetta eru hópar sem eru opnir hverjum sem er óháð aldri. Þetta er nánast eins og að opna Fréttablaðið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Margeir segir að í hvert sinn sem lögreglunni berist ábending um slíka hópa, eða annan sambærilegan vettvang sem nýttur er til sölu, þá grípi lögreglan til einhverra aðgerða. Staðan sé hins vegar erfið enda auðvelt fyrir stofnendur hópanna eða spjallrásanna að láta þá hverfa, stofna nýja í staðinn og halda áfram á nýjum vettvangi. „Tæknin er alltaf á fleygiferð og þetta er eiginlega eins og frumskógur. Það hefur alltaf verið þannig að ef það er einhver leið til að koma þessum efnum á framfæri þá hefur hún verið nýtt. Við vitum að það eru ýmsar leiðir notaðar en hvernig við eigum að eiga við þetta er annað mál,“ segir Margeir. Mál séu mismunandi að umfangi. Stundum er auðvelt að ljúka málum en önnur mál eru umfangsmikil og krefjast gífurlegrar vinnu. Það hefur ekki verið launungarmál að lögreglan hefur þurft að forgangsraða málum hjá sér. Aðspurður um hve marga menn til viðbótar þyrfti í þessi störf ef vel ætti að vera segir Margeir að það sé erfitt að segja. „Það þyrfti tíu menn til viðbótar að lágmarki sennilega,“ segir Margeir. Hafi fólk ábendingar um fíkniefni er hægt að koma þeim nafnlaust til skila í fíkniefnasímann 800-5005 eða info@rls.is.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira