Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. apríl 2018 06:00 Að meðaltali fæða níu konur á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44