Grunnur að geðheilbrigði Hildur Björnsdóttir skrifar 20. apríl 2018 09:58 Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun