Ævitekjur Berglindar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun