Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 14:06 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira