Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Jarðböðin í Mývatnssveit laða til sín þúsundir gesta á hverju ári. Vísir/Vilhelm Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00