Fallega Reykjavík fyrir okkur öll Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2018 14:00 Reykjavík á að rúma okkur öll - fólkið sem býr í borginni og ekki síður fólkið sem vill flytja í borgina - sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum. Reykjavík er og á að vera falleg borg þar sem við eigum öll að hafa jöfn tækifæri til lífs og leiks og athafna.Hvað gerir borg fallega? Eitt af því sem gerir Reykjavík fallega er nálægðin við náttúruna. Við sem erum Vinstri græn viljum varðveita þau ómetanlegu verðmæti sem umlykja okkur alls staðar með því m.a. að vernda hinar fjölmörgu náttúruperlur í borgarlandinu. Við viljum stofna víðfeman borgargarð sem teygir sig frá heiðum og út á sundin. Við ætlum að opna nýjar ylstrendur og við ætlum að styðja við sjálfsprottna menningarstarfsemi í öllum hverfunum. Það eru ekki einungis almenningsgarðar, hrein og snyrtileg torg og stræti, list í almannarýminu eða nálægð við náttúruna sem gera borgir fallegar. Það sem glæðir borgir lífi og fegurð er blómlegt og fjölbreytt mannlífið. Borgir sem taka vel á móti fólki og gefa öllum jöfn tækifæri eru fallegar borgir.Jöfnuður er forsenda fallegs mannlífs Við vitum að fólki líður best þegar það er frjálst og óheft - bæði undan kröfum samtímans, staðalmyndum kynjanna og hvers kyns ofbeldi en líka þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu daglega amstri og að ná endum saman. Í því sambandi getur Reykjavík beitt sér sem stærsti vinnustaður landsins og gengið fram með góðu fordæmi, stytt vinnuvikuna og bætt kjör fjölmennra kvennastétta sem starfa við umönnun og menntun í skólum borgarinnar. Borgin á líka að ganga lengra í því að beita gjaldskrám til þess að jafna aðstöðumun fólks. Skilum fjárhagslegum viðsnúningi borgarinnar til skólanna og forgangsröðum fyrir grunnþjónustu og velferð íbúanna. Það á að vera forgangsmál að bæta kjör barnafjölskyldna og þeirra sem búa við kröpp kjör.Borgarbúar eru hreyfiafl Við vitum líka að fólk þarf að lyfta andanum, bæði í einrúmi og í félagsskap við aðra, sækja söfn og kaffihús, fara í sund og í göngutrúa eða á leikvell eða einfaldlega skjótast til kaupmannsins á horninu. Borgarskipulag sem styður við sjálfbær hverfi, verndar græn svæði og náttúru og fjölbreytta samgöngumáta er forsenda þess að fjölbreytt mannlíf geti blómstrað í borginni. Og allt þetta má gera í Reykjavík. Reykjavík er fólkið sem í henni býr og fólkið sem hana skapar með tilveru sinni, hugviti, væntumþykju og auðvitað líka hversdagsleikanum. Það er fólkið og mannlífið sem gerir Reykjavík fallega. Við Vinstri græn erum ánægð með höfuðborgina okkar og við viljum halda áfram og gera enn betur í Reykjavík. Með ykkur öllum. Gerum Reykjavík Vinstri græna eftir kosningarnar.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík á að rúma okkur öll - fólkið sem býr í borginni og ekki síður fólkið sem vill flytja í borgina - sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum. Reykjavík er og á að vera falleg borg þar sem við eigum öll að hafa jöfn tækifæri til lífs og leiks og athafna.Hvað gerir borg fallega? Eitt af því sem gerir Reykjavík fallega er nálægðin við náttúruna. Við sem erum Vinstri græn viljum varðveita þau ómetanlegu verðmæti sem umlykja okkur alls staðar með því m.a. að vernda hinar fjölmörgu náttúruperlur í borgarlandinu. Við viljum stofna víðfeman borgargarð sem teygir sig frá heiðum og út á sundin. Við ætlum að opna nýjar ylstrendur og við ætlum að styðja við sjálfsprottna menningarstarfsemi í öllum hverfunum. Það eru ekki einungis almenningsgarðar, hrein og snyrtileg torg og stræti, list í almannarýminu eða nálægð við náttúruna sem gera borgir fallegar. Það sem glæðir borgir lífi og fegurð er blómlegt og fjölbreytt mannlífið. Borgir sem taka vel á móti fólki og gefa öllum jöfn tækifæri eru fallegar borgir.Jöfnuður er forsenda fallegs mannlífs Við vitum að fólki líður best þegar það er frjálst og óheft - bæði undan kröfum samtímans, staðalmyndum kynjanna og hvers kyns ofbeldi en líka þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu daglega amstri og að ná endum saman. Í því sambandi getur Reykjavík beitt sér sem stærsti vinnustaður landsins og gengið fram með góðu fordæmi, stytt vinnuvikuna og bætt kjör fjölmennra kvennastétta sem starfa við umönnun og menntun í skólum borgarinnar. Borgin á líka að ganga lengra í því að beita gjaldskrám til þess að jafna aðstöðumun fólks. Skilum fjárhagslegum viðsnúningi borgarinnar til skólanna og forgangsröðum fyrir grunnþjónustu og velferð íbúanna. Það á að vera forgangsmál að bæta kjör barnafjölskyldna og þeirra sem búa við kröpp kjör.Borgarbúar eru hreyfiafl Við vitum líka að fólk þarf að lyfta andanum, bæði í einrúmi og í félagsskap við aðra, sækja söfn og kaffihús, fara í sund og í göngutrúa eða á leikvell eða einfaldlega skjótast til kaupmannsins á horninu. Borgarskipulag sem styður við sjálfbær hverfi, verndar græn svæði og náttúru og fjölbreytta samgöngumáta er forsenda þess að fjölbreytt mannlíf geti blómstrað í borginni. Og allt þetta má gera í Reykjavík. Reykjavík er fólkið sem í henni býr og fólkið sem hana skapar með tilveru sinni, hugviti, væntumþykju og auðvitað líka hversdagsleikanum. Það er fólkið og mannlífið sem gerir Reykjavík fallega. Við Vinstri græn erum ánægð með höfuðborgina okkar og við viljum halda áfram og gera enn betur í Reykjavík. Með ykkur öllum. Gerum Reykjavík Vinstri græna eftir kosningarnar.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun