Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg 19. maí 2018 09:00 Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir, tæp 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30
Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30