Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 15:52 Málið var kveðið upp í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í dag. Vísir/GVA Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00