Buffon vill faðma hjartalausa ruslapokann og biðja hann afsökunar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2018 11:30 Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon spilar sinn síðasta leik fyrir Juventus á laugardaginn en hann er búinn að verja mark gömlu konunnar, eins og félagið er kallað, í 17 ár. Buffon gekk í raðir Juventus frá Parma fyrir metfé árið 1995 og hefur upplifað tímana tvenna með Tórínórisanum. Hann hefur ellefu sinnum orðið Ítalíumeistari en fór með liðinu niður í B-deild þegar að það var fellt þangað vegna mútuskandals. Buffon er hættur við að hætta alveg. Hann ætlar að halda áfram í boltanum en rétt rúmar tvær vikur eru síðan að hann tók þá ákvörðun. „Ég mun taka ákvörðun um framhaldið eftir tvo til þrjá daga. Ég ætla að taka mér smá pásu og ná áttum. Eftir það tek ég ákvörðun,“ sagði Buffon á blaðamannafundi fyrir lokaleikinn. Buffon er ekki bara að hugsa um þennan síðasta leik með Juventus heldur á hann einnig yfir höfði sér refsingu og mögulegt leikbann frá UEFA fyrir að segja að dómarinn Michael Oliver væri með ruslapoka í stað hjarta þegar að hann dæmdi víti á liðið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid. „Ég myndi faðma dómarann ef ég myndi sjá hann aftur og segja við hann að hann hefði átt að gefa sér meiri tíma í að taka ákvörðunina. Mér þykir leitt að ég móðgaði hann. Þetta var ólíkt mér og ég fór langt yfir strikið í viðtali eftir leik. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar,“ segir Gianluigi Buffon. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon spilar sinn síðasta leik fyrir Juventus á laugardaginn en hann er búinn að verja mark gömlu konunnar, eins og félagið er kallað, í 17 ár. Buffon gekk í raðir Juventus frá Parma fyrir metfé árið 1995 og hefur upplifað tímana tvenna með Tórínórisanum. Hann hefur ellefu sinnum orðið Ítalíumeistari en fór með liðinu niður í B-deild þegar að það var fellt þangað vegna mútuskandals. Buffon er hættur við að hætta alveg. Hann ætlar að halda áfram í boltanum en rétt rúmar tvær vikur eru síðan að hann tók þá ákvörðun. „Ég mun taka ákvörðun um framhaldið eftir tvo til þrjá daga. Ég ætla að taka mér smá pásu og ná áttum. Eftir það tek ég ákvörðun,“ sagði Buffon á blaðamannafundi fyrir lokaleikinn. Buffon er ekki bara að hugsa um þennan síðasta leik með Juventus heldur á hann einnig yfir höfði sér refsingu og mögulegt leikbann frá UEFA fyrir að segja að dómarinn Michael Oliver væri með ruslapoka í stað hjarta þegar að hann dæmdi víti á liðið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid. „Ég myndi faðma dómarann ef ég myndi sjá hann aftur og segja við hann að hann hefði átt að gefa sér meiri tíma í að taka ákvörðunina. Mér þykir leitt að ég móðgaði hann. Þetta var ólíkt mér og ég fór langt yfir strikið í viðtali eftir leik. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar,“ segir Gianluigi Buffon.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira