Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. maí 2018 06:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. VÍSIR/VILHELM Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira