Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2018 21:30 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira