Leikir Íslands á risaskjá í Hljómskálagarðinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. maí 2018 15:45 Frá EM-torginu á Ingólfstorgi sumarið 2016 Vísir/EYþór Allir leikir Íslands í riðlakeppni HM verða sýndir á stórum skjá í beinni útsendingu í Hljómskálagarðinum í sumar líkt og var gert á Ingólfstorgi í kringum EM kvenna og karla síðustu ár. Ingólfstorg verður þó ekki yfirgefið því allir leikir keppninnar verða sýndir þar. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í Hljómskálanum í dag. Síðustu leikir Íslands voru fluttir á Arnarhól fyrir tveimur árum en ákveðið var að Hljómskálagarðurinn hentaði betur í þetta verkefni. „Knattspyrnuhátíðin í miðborginni heldur áfram þetta sumarið og nú tekur HM-torgið við af EM-torgum síðustu ára. Það er auðvitað mikið gleðiefni að við séum í þeirri stöðu á hverju ári að bjóða til annarrar eins knattspyrnuveislu. Samstarf KSÍ, Reykjavíkurborgar og bakhjarla KSÍ hefur verið öflugt og reynsla síðustu ára mun gera okkur kleift að gera enn betur í sumar,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var einnig viðstaddur fundinn og tók undir orð Guðna. „Reykjavíkurborg býður alla velkomna að fylgjast með leikjunum og upplifa einstaka stemningu í fallegu umhverfi og góðri aðstöðu. HM er risaviðburður og við erum stolt af því að geta boðið öllum landsmönnum jafnt sem erlendum gestum upp á þennan möguleika.“ Ísland hefur leik á HM gegn Argentínu þann 16. júní, gegn Nígeríu 22. júní og lokaleikurinn í riðlinum verður 26. júní. Fari Ísland upp úr riðlinum stendur til að þeir leikir verði einnig í Hljómskálagarðinum.Skipulagning svæðisins í Hljómskálagarðinummynd/ksí HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Allir leikir Íslands í riðlakeppni HM verða sýndir á stórum skjá í beinni útsendingu í Hljómskálagarðinum í sumar líkt og var gert á Ingólfstorgi í kringum EM kvenna og karla síðustu ár. Ingólfstorg verður þó ekki yfirgefið því allir leikir keppninnar verða sýndir þar. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í Hljómskálanum í dag. Síðustu leikir Íslands voru fluttir á Arnarhól fyrir tveimur árum en ákveðið var að Hljómskálagarðurinn hentaði betur í þetta verkefni. „Knattspyrnuhátíðin í miðborginni heldur áfram þetta sumarið og nú tekur HM-torgið við af EM-torgum síðustu ára. Það er auðvitað mikið gleðiefni að við séum í þeirri stöðu á hverju ári að bjóða til annarrar eins knattspyrnuveislu. Samstarf KSÍ, Reykjavíkurborgar og bakhjarla KSÍ hefur verið öflugt og reynsla síðustu ára mun gera okkur kleift að gera enn betur í sumar,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var einnig viðstaddur fundinn og tók undir orð Guðna. „Reykjavíkurborg býður alla velkomna að fylgjast með leikjunum og upplifa einstaka stemningu í fallegu umhverfi og góðri aðstöðu. HM er risaviðburður og við erum stolt af því að geta boðið öllum landsmönnum jafnt sem erlendum gestum upp á þennan möguleika.“ Ísland hefur leik á HM gegn Argentínu þann 16. júní, gegn Nígeríu 22. júní og lokaleikurinn í riðlinum verður 26. júní. Fari Ísland upp úr riðlinum stendur til að þeir leikir verði einnig í Hljómskálagarðinum.Skipulagning svæðisins í Hljómskálagarðinummynd/ksí
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira