Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun