Rúnar Alex í liði umferðarinnar eftir besta dag lífs síns | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 10:00 Rúnar Alex Rúnarsson gleymir aldrei 11. maí. vísir/getty Föstudagurinn 11. maí var stórkostlegur dagur í lífi íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar. Vesturbæingurinn, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, var valinn í íslenska HM-hópinn síðastliðinn föstudag og sama kvöld varði hann vítaspyrnu og var maður leiksins í sigri á Horsens í 34. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar var frábær í leiknum og varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 á 66. mínútu sem var eins gott því að Horsens náði að koma boltanum framhjá íslenska markverðinum einni mínútu fyrir leikslok. Nordsjælland vann, 2-1. Rúnar er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.dk fyrir frammistöðu sína í leiknum en í umsögn um hann segir að spennandi verði að sjá hvort Rúnari taki byrjunarliðssætið af Hannes Þór Halldórssyni sem gaf Helsingör mark í umspilsleik á móti Randers. Aftur á móti er tekið fram að Hannes bjargaði nokkrum sinnum vel í leiknum. Hannes og félagar eru í harðri lífsbaráttu í deildinni en Rúnar og hans menn í Nordsjælland eru í harðri baráttu við FCK um síðasta Evrópusætið í meistaraumspilinu. Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði þennan mikla hátíðardag í lífi markvarðarins, 11. maí. | @runaralex havde en ganske fin dag på kontoretUdtaget til den islandske VM-trupSnupper straffesparkMan of the Match kåret af SEAS-NVESe highlights fra sejren over AC Horsens https://t.co/rK9LlMQXLZ pic.twitter.com/PORvoXHGnt— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) May 11, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Föstudagurinn 11. maí var stórkostlegur dagur í lífi íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar. Vesturbæingurinn, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, var valinn í íslenska HM-hópinn síðastliðinn föstudag og sama kvöld varði hann vítaspyrnu og var maður leiksins í sigri á Horsens í 34. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar var frábær í leiknum og varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 á 66. mínútu sem var eins gott því að Horsens náði að koma boltanum framhjá íslenska markverðinum einni mínútu fyrir leikslok. Nordsjælland vann, 2-1. Rúnar er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.dk fyrir frammistöðu sína í leiknum en í umsögn um hann segir að spennandi verði að sjá hvort Rúnari taki byrjunarliðssætið af Hannes Þór Halldórssyni sem gaf Helsingör mark í umspilsleik á móti Randers. Aftur á móti er tekið fram að Hannes bjargaði nokkrum sinnum vel í leiknum. Hannes og félagar eru í harðri lífsbaráttu í deildinni en Rúnar og hans menn í Nordsjælland eru í harðri baráttu við FCK um síðasta Evrópusætið í meistaraumspilinu. Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði þennan mikla hátíðardag í lífi markvarðarins, 11. maí. | @runaralex havde en ganske fin dag på kontoretUdtaget til den islandske VM-trupSnupper straffesparkMan of the Match kåret af SEAS-NVESe highlights fra sejren over AC Horsens https://t.co/rK9LlMQXLZ pic.twitter.com/PORvoXHGnt— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) May 11, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira