Lengsta þingræðan tvítug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2018 06:00 Salur þingsins var nær tómur allan þann tíma sem ræða Jóhönnu stóð yfir. Sérstöku borði var komið fyrir við hlið ræðupúltsins til að gera flutningsmanni ræðunnar dvölina sem besta. Tvisvar var gert hlé á ræðunni á meðan hún var flutt. Vísir/pjetur Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira