Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 13:12 Hótel Adam er merkt sem þriggja stjörnu hótel. Það er staðsett við hlið Krambúðarinnar á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. visir/Anton brink Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. Húsið er í eigu Ragnars Guðmundssonar sem rekur Hótel Adam í húsinu sem Vísir fjallaði töluvert um í febrúar fyrir tveimur árum í framhaldi af því að gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krananum.Viðskiptablaðið vekur athygli á sölunni í dag og vísar í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að kröfur bankans hljóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Beiðnin um nauðungarsölu verði tekin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 14. júní hafi kröfurnar ekki verið greiddar. Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam í febrúar 2016. Heimsóknin var eftirminnileg og vakti margar spurningar. Bókun hótelsins var skrautleg, lykillinn var ranglega merktur, margra ára gömul símaskrá og klósettrúlla biðu gestsins, innstungur voru illa farnar og latexhanski var yfir reykskynjaranum svo fátt eitt sé nefnt. Vísir gerði fjölmargar tilraunir til að fá Ragnar Guðmundsson, eiganda hótelsins, í viðtal á sínum tíma, en hann vildi ekki tjá sig. Var sama hvort hringt var í Ragnar, honum sendur tölvupóstur eða mætt á staðinn. Umfjöllun Vísis má sjá hér að neðan undir fyrirsögninni: „Ég drekk úr krananum“ sem voru orð starfsmann hótelsins sem blaðamaður ræddi við. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. Húsið er í eigu Ragnars Guðmundssonar sem rekur Hótel Adam í húsinu sem Vísir fjallaði töluvert um í febrúar fyrir tveimur árum í framhaldi af því að gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krananum.Viðskiptablaðið vekur athygli á sölunni í dag og vísar í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að kröfur bankans hljóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Beiðnin um nauðungarsölu verði tekin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Hlíðarsmára í Kópavogi þann 14. júní hafi kröfurnar ekki verið greiddar. Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam í febrúar 2016. Heimsóknin var eftirminnileg og vakti margar spurningar. Bókun hótelsins var skrautleg, lykillinn var ranglega merktur, margra ára gömul símaskrá og klósettrúlla biðu gestsins, innstungur voru illa farnar og latexhanski var yfir reykskynjaranum svo fátt eitt sé nefnt. Vísir gerði fjölmargar tilraunir til að fá Ragnar Guðmundsson, eiganda hótelsins, í viðtal á sínum tíma, en hann vildi ekki tjá sig. Var sama hvort hringt var í Ragnar, honum sendur tölvupóstur eða mætt á staðinn. Umfjöllun Vísis má sjá hér að neðan undir fyrirsögninni: „Ég drekk úr krananum“ sem voru orð starfsmann hótelsins sem blaðamaður ræddi við.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40