Lafhræddir við Kolbein í Nígeríu en vita ekki að hann fer ekki á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2018 13:00 Kolbeinn spilaði síðast landsleik á móti Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira