Vansvefta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. maí 2018 10:00 Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun