Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust 14. maí 2018 06:00 Dorrit tók þátt í opinberum störfum Ólafs. Hér eru þau við vígslu Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups. Vísir/anton Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998. Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00