Fær tvær milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Stefán Eigendum hótelsins Black Pearl hefur verið gert að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins tæpar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Töldu eigendur hótelsins að hann hefði haft hlutastörf sem samræmdust ekki hagsmunum þess. Umræddur starfsmaður hóf störf hjá Black Pearl í gestamóttöku í árslok 2014 en var sagt upp fyrirvaralaust í september 2016. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sést nota annað tölvupóstfang en vinnunnar og að hann hefði verið í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hafði áður starfað hjá Black Pearl en eigendur hótelsins vildu engin samskipti við Tripical eftir að framkvæmdastjórinn hvarf frá hótelinu. Eigendur hótelsins töldu starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæði ráðningarsamnings síns sem kvað á um að hann ætti að helga vinnuveitanda „óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag“. Það hefði hann ekki gert þegar hann sinnti eigin fyrirtækjum á vinnutíma hjá hótelinu. Þá hefði einnig falist trúnaðarbrot í því að vera í samskiptum við Tripical þrátt fyrir fyrirmæli þess efnis að svo skyldi ekki gert. Einnig hefði starfsmaðurinn vísað á önnur hótel en hjá „Kalla í Pelsinum“ en þangað átti starfsfólk að vísa gestum væri Black Pearl uppbókað. Hótelið rifti ráðningarsamningi við manninn og taldi sig ekki þurfa að greiða honum laun í uppsagnarfresti. Héraðsdómur féllst ekki á að fyrir lægju ástæður sem réttlættu fyrirvaralausa uppsögn án launa í uppsagnarfresti. Því var fallist á kröfu starfsmannsins. Hótelið þarf einnig að greiða honum 900 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eigendum hótelsins Black Pearl hefur verið gert að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins tæpar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Töldu eigendur hótelsins að hann hefði haft hlutastörf sem samræmdust ekki hagsmunum þess. Umræddur starfsmaður hóf störf hjá Black Pearl í gestamóttöku í árslok 2014 en var sagt upp fyrirvaralaust í september 2016. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sést nota annað tölvupóstfang en vinnunnar og að hann hefði verið í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hafði áður starfað hjá Black Pearl en eigendur hótelsins vildu engin samskipti við Tripical eftir að framkvæmdastjórinn hvarf frá hótelinu. Eigendur hótelsins töldu starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæði ráðningarsamnings síns sem kvað á um að hann ætti að helga vinnuveitanda „óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag“. Það hefði hann ekki gert þegar hann sinnti eigin fyrirtækjum á vinnutíma hjá hótelinu. Þá hefði einnig falist trúnaðarbrot í því að vera í samskiptum við Tripical þrátt fyrir fyrirmæli þess efnis að svo skyldi ekki gert. Einnig hefði starfsmaðurinn vísað á önnur hótel en hjá „Kalla í Pelsinum“ en þangað átti starfsfólk að vísa gestum væri Black Pearl uppbókað. Hótelið rifti ráðningarsamningi við manninn og taldi sig ekki þurfa að greiða honum laun í uppsagnarfresti. Héraðsdómur féllst ekki á að fyrir lægju ástæður sem réttlættu fyrirvaralausa uppsögn án launa í uppsagnarfresti. Því var fallist á kröfu starfsmannsins. Hótelið þarf einnig að greiða honum 900 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira