Litlir staðir María Rún Bjarnadóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar